Nýsköpunarverðlaun
Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Markmið verðlaunanna er að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Fimm verkefni voru tilnefnd til verðlaunanna. Verðlaunin hlaut Úlfur Hansson fyrir verkefnið OM - Hönnun, þróun og smíði nýs hljóðfæris.
Fimm verkefni eru tilnefnd til verðlaunanna í ár:
1. Notkun þrívíddarmódels og staðsetningartækja við undirbúning skurðaðgerða á höfði sem unnið er af Sigrúnu Björk Sævarsdóttur.
2. OM – Hönnun, þróun og smíði nýs hljóðfæris sem unnið er af Úlfi Hanssyni.
3. Prófun á nýjum hröðunarnema til að meta stökkkraft sem unnið er af Ásdísi Magnúsdóttur.
4. Reynslusögur kvenna á Akureyri frá seinni heimstyrjöld sem unnið er af Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.
5. Ströndin og skógurinn: Útivistarnotkun og sóknarfæri sem unnið er af Sindra Birgissyni.