Veftré Print page English

Íslenski torfbærinn


Forseti á fund með Hannesi Lárussyni og Kristínu Magnúsdóttur um íslenska torfbæinn en þau hafa um árabil unnið að uppbyggingu torfbæjaseturs í Austur-Meðalholti. Ætlunin er að þar verði miðstöð fyrir fræðslu og kynningu á hinum merka menningar- og söguarfi sem felst í íslenska torfbænum, húsakynnum, verkfærum, handverki og samspili við náttúruna.