Íslensku vefverðlaunin
Forseti flytur ávarp á samkomu í Hörpu þar sem Íslensku vefverðlaunin eru afhent. Samtök vefiðnaðarins standa að verðlaununum og eru þau veitt í mörgum flokkum. Í ávarpi sínu þakkaði forseti samfélagi vefiðnaðarins fyrir sköpunarkraft og sóknarhug; greinin hefði skapað nýjan vettvang fyrir ungt fólk og gert því kleift að nýta hæfileika sína á heimavelli og gera sig jafnframt gildandi á vettvangi sem óðum er að umbylta veröldinni. Forseti afhenti síðan verðlaun fyrir aðgengilegasta vefinn.