Flutningar á Norðurslóðum
Forseti á fund með stjórnendum Eimskips um flutninga félagsins milli landa á Norðurslóðum: Bandríkjanna, Kanada, Grænlands, Noregs, Rússlands og Íslands. Rætt var um þau tækifæri sem aukin umsvif á Norðurslóðum skapa íslensku atvinnulífi, einkum skipafélögum, flugfélögum, ferðaþjónustu, verktakastarfsemi og sjávarútvegi. Einnig var fjallað um hugmyndir um öflugt málþing þar sem ýmsir áhrifaaðilar sem áhuga hafa á Norðurslóðum geta kynnt sjónarmið sín og hagsmuni. Mynd