Rannsóknir á heilabilun. Opnun greiningarstöðvar
Forseti er viðstaddur opnun greiningarstöðvar Mentis Cura en hún er helguð rannsóknum á sviði heilabilunarsjúkdóma svo sem Alzheimer. Einnig verður á næsta ári hafin greining á ADHd hjá börnum. Við opnunina flutti forseti ávarp þar sem hann fagnaði þessum árangri af samstarfi vísindamanna, tæknifólks og heilbrigðisstofnana. Mentis Cura væri eitt af mörgum dæmum um hvernig Íslendingar gætu nýtt upplýsingatækni og náið samstarf við heilbrigðisstofnanir og menntastofnanir til að stuðla að framförum í þágu almennings.