Veftré Print page English

Samvinna við Indland


Forseti á fund með sendiherra Indlands á Íslandi Ashok Das um samvinnu við Indland á sviði jöklarannsókna, orkunýtingar, þurrkun matvæla og þróun Norðurslóða. Í apríl verður haldin ráðstefna sérfræðinga frá Indlandi, Kína og öðrum löndum á Himalayasvæðinu og sérfræðingar frá Bandaríkjunum, Íslandi og öðrum Evrópulöndum um þróun jökla og vatnsbúskapar á Himalayasvæðinu en sams konar ráðstefna var haldin á Íslandi fyrir rúmu ári í boði forseta og Háskóla Íslands.