Veftré Print page English

Sendiherra Tékklands


Forseti á fund með nýjum sendiherra Tékklands, hr. Milan Dufek, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um trausta vináttu landanna, árangur af opinberri heimsókn forseta til Tékklands á síðasta ári og vinsemd fyrstu forseta Tékklands Václav Havel og Václav Klaus í garð Íslands. Þá var fjallað um aðild Tékklands að Evrópusambandinu og þá breiðu samstöðu sem ríkir í landinu milli allra stjórnmálaflokka, stjórnvalda og atvinnulífs um að það þjóni ekki hagsmunum Tékklands að taka upp evru sem gjaldmiðil. Landið mun hafa sína eigin mynt á næstu árum og í nýafstöðnum forsetakosningum kom fram sá almenni vilji að evru-aðild yrði ekki á dagskrá fyrr en í fyrsta lagi eftir árið 2017.

 

Forseti og hr. Milan Dufek sendiherra Tékklands

Forseti og hr. Milan Dufek sendiherra Tékklands.