Sendiherra Víetnam
Forseti á fund með nýjum sendiherra Víetnam, hr. Lai Ngoc Doan, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um fjölmörg tækifæri í samvinnu Íslands og Víetnam, m.a. á sviði sjávarútvegs og vinnslu sjávarafla. Þá ítrekaði sendiherrann boð til forseta Íslands um að koma í opinbera heimsókn til Víetnam. Stuðningur Íslendinga við Víetnam þegar styrjöld hrjáði landið væri enn mikils metin og einnig skipti miklu að þeir Víetnamar sem sest hafa að á Íslandi hefðu fengið góðar móttökur og notið hér fjölmargra tækifæra til menntunar og atvinnu.
Hr. Lai Ngoc Doan sendiherra afhendir forseta trúnaðarbréf sitt.