Veftré Print page English

Sendiherra Víetnam


Forseti á fund með nýjum sendiherra Víetnam, hr. Lai Ngoc Doan, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um fjölmörg tækifæri í samvinnu Íslands og Víetnam, m.a. á sviði sjávarútvegs og vinnslu sjávarafla. Þá ítrekaði sendiherrann boð til forseta Íslands um að koma í opinbera heimsókn til Víetnam. Stuðningur Íslendinga við Víetnam þegar styrjöld hrjáði landið væri enn mikils metin og einnig skipti miklu að þeir Víetnamar sem sest hafa að á Íslandi hefðu fengið góðar móttökur og notið hér fjölmargra tækifæra til menntunar og atvinnu.

 

Hr. Lai Ngoc Doan afhendir forseta trúnaðarbréf sitt.

Hr. Lai Ngoc Doan sendiherra afhendir forseta trúnaðarbréf sitt.