Veftré Print page English

Sendiherra Lesótó


Forseti á fund með nýjum sendiherra Lesótó, hr. Paramente Phamotse, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um möguleika á nýtingu vatnsorku í Lesótó og útflutning á rafmagni til Suður-Afríku. Nýlegt samkomulag íslenskra aðila við Alþjóðabankann um nýtingu jarðhita í Austur-Afríku gæti verið fyrirmynd slíks þríhliða samstarfs þar sem íslensk verkfræðifyrirtæki og orkufyrirtæki miðluðu þekkingu og reynslu sem fengist hefði við virkjun vatnsafls á Íslandi.

 

Hr. Paramente Phamotse afhendir forseta trúnaðarbréf sitt.

Hr. Paramente Phamotse sendiherra afhendir forseta trúnaðarbréf sitt.