Sendiherra Páfagarðs
Forseti á fund með nýjum sendiherra Páfagarðs, Henryk Józef Nowacki erkibiskupi, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um framlag kaþólsku kirkjunnar til aðlögunar þeirra þúsunda frá Póllandi, Filippseyjum og öðrum kaþólskum löndum sem sest hafa að á Íslandi á undanförnum árum. Kaþólska kirkjan ætti ríka hlutdeild í að greiða götu þeirra í íslensku samfélagi. Einnig var fjallað um sögulega arfleifð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur og heimsókn forseta í Páfagarð með styttu af henni árið 2011. Mikilvægt væri að efla rannsóknir á hlut Norður-Evrópu í miðaldasögu kirkjunnar og tengja saman fræðastofnanir kirkjunnar og rannsóknarstofnanir á Íslandi.
Forseti og erkibiskup Henryk Józef Nowacki sendiherra Páfagarðs.