Veftré Print page English

Pólfarinn


Forseti flytur ávarp á fagnaðarsamkomu í Hörpunni þar sem Vilborg Arna Gissurardóttir greindi frá ferð sinni á Suðurpólinn og afhenti söfnunarfé til Lífs styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans. Í ávarpi lýsti forseti aðdáun á áræðni, þreki og úthaldi Vilborgar Örnu og hvatti til þess að henni yrði gert kleift að heimsækja grunnskóla og framhaldsskóla um allt land til að kynna ungu kynslóðinni hvernig hægt væri að ná markmiðum í lífinu. Hún væri frábær fyrirmynd unga fólksins en ferð hennar minnti einnig á hvernig bráðnun íss og jökla á heimskautasvæðum knýr á um aðgerðir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.