Veftré Print page English

Verðlaunahátíð Iðnaðarmannafélagsins


Forseti afhendir verðlaun og flytur ávarp á verðlaunahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík þar sem nýsveinar voru heiðraðir fyrir góðan árangur á sveinsprófum og Eyjólfur Pálsson húsgagnasmiður og innanhúsarkitekt var útnefndur iðnaðarmaður ársins. Í ávarpi áréttaði forseti framlag iðngreina til framfara og menningar í íslensku samfélagi, mannvirkja og daglegs lífs. Samfélag nútímans bæri svipmót alúðar, aga og þekkingar ólíkra stétta iðnaðarmanna. Athöfnin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og voru meistarar nýsveinanna einnig heiðraðir.