Veftré Print page English

Samræðusjónvarp WEF


Forseti ræðir við fréttamann Samræðusjónvarps Alþjóða efnahagsþingsins WEF í Davos um reynsluna af glímu Íslendinga við efnahagskreppuna, samspil lýðræðis og markaðar, vilja almennings í vestrænum lýðræðisríkjum og þær kenningar sem ráðið hafa för á undanförnum áratugum varðandi mótun fjármálamarkaða og efnahagslífs. Í sjónvarpi WEF eru viðtöl við ýmsa þátttakendur á efnahagsþinginu og hlustendum boðið að nýta viðtölin til samræðna sín á milli.