Veftré Print page English

Öryggismál á nýrri öld


Forseti sækir málstofu um öryggismál á nýrri öld, "Creating Agile Security Stragegies for the 21st Century", sem haldin er á Alþjóða efnahagsþinginu í Davos. Forseti lýsti hvernig Norðurslóðir, sem á áratugum kalda stríðsins hefðu verið helteknar af vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna, hefðu breyst í svæði samvinnu og friðar þar sem bæði ríki með aðild að Norðurskautsráðinu og samtök frumbyggja, rannsóknarstofnanir, fræðasamfélag, atvinnulíf og almannasamtök hefðu öll með ólíkum hætti orðið aðilar að fjölþættu neti samvinnu sem á fáeinum árum hefði skilað miklum árangri. Norðurslóðir væru því dæmi um hvernig vígbúnaðarsvæði og átakasvæði gætu á tiltölulega skömmum tíma orðið vettvangur víðtækrar samvinnu, öryggis og friðar.