Veftré Print page English

Bandalag um heilbrigði og holla lífshætti


Forseti flytur ávarp í málstofu um heilbrigði og holla lífshætti sem haldin er á Alþjóða efnahagsþinginu í Davos. Þörfin á víðtæku samstarfi stjórnvalda, félagasamtaka, almennings, fyrirtækja og fjölmiðla til að kynna hollar breytingar á lífsháttum og mataræði væri vaxandi nauðsyn, bæði til þess að auka velsæld og draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu á komandi áratugum. Málstofuna sóttu sérfræðingar í heilbrigðismálum, forystumenn ýmissa alþjóðlegra stórfyrirtækja og fulltrúar almannasamtaka. Einnig flutti Helen Clark, framkvæmdastjóri Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, ávarp í málstofunni og tók ásamt forseta þátt í umræðum. Mynd.