Sjávarútvegur og auðlindir hafsins
Forseti tekur þátt í pallborðsumræðum á Alþjóða efnahagsþinginu í Davos um alþjóðlegt samstarf um verndun auðlinda úthafanna og sjálfbæran sjávarútveg sem í senn væri arðbær, atvinnuskapandi og í samræmi við sjálfbæra nýtingu auðlindanna. Auk forseta tóku þátt í umræðunum m.a. Albert II Mónakófursti og Rachel Kyte, varaforseti Alþjóðabankans og yfirmaður sjálfbærrar þróunar á vegum bankans. Mynd.