Veftré Print page English

Glíman við efnahagskreppuna. Útsending Al Jazeera


Forseti tekur þátt í pallborðsumræðum sem arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera efnir til á Alþjóða efnahagsþinginu í Davos. Umræðuefnið var reynslan af glímunni við afleiðingar efnahagskreppunnar, hætturnar sem fylgja víðtæku atvinnuleysi ungs fólks og hvernig nýting upplýsingatækni getur auðveldað menntun og þjálfun fólks í atvinnuleit. Fyrri hluti umræðnanna verður sendur út á enskumælandi rás Al Jazeera næstu daga en í síðari hlutanum báru áheyrendur fram fjölmargar spurningar. Umræðum stjórnaði Kamahl Santamaria, fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar. Auk forseta tóku þátt í umræðum m.a. forsætisráðherra Malasíu, framkvæmdastjóri Alþjóða vinnumálastofnunarinnar og efnahagsráðherra Tyrklands. Mynd.