Veftré Print page English

Höfin: Verndarsvæði og sjálfbær nýting


Forseti flytur ávarp í málstofu sem National Geographic efnir til í tengslum við Alþjóða efnahagsþingið í Davos. Umræðuefnið var verndun auðlinda hafsins, reynslan af sérstökum verndarsvæðum og sjálfbær nýting fiskistofna. Forseti lýsti reynslu Íslendinga varðandi útfærslu landhelginnar, eftirlit með veiðum og hvernig upplýsingatækni hefur gert fólki og fyrirtækjum í sjávarútvegi kleift að sannfæra neytendur um að sjávarafurðir eru unnar á grundvelli vísindalegs eftirlits og sjálfbærrar nýtingar. Í málstofunni tóku þátt ýmsir sérfræðingar og forsystumenn almannasamtaka sem unnið hafa að samstöðu um fjölgun verndarsvæða í hafinu, einkum í ljósi þess að fjölmargir fiskistofnar eru í útrýmingarhættu.