Stjórnkerfi 21. aldar
Forseti á fund með Nicolas Berggruen, höfundi bókarinnar Intelligent Governance for the 21st Century, um nýsköpun lýðræðis og stjórnkerfis í ljósi helstu vandamála sem við er að glíma á hinni nýju öld. Í bókinni eru settar fram nýjar hugmyndir um samspil vestræns lýðræðis og kínverskra stjórnsýsluhefða. Sú samvinna, sem þróast hefur á Norðurslóðum frá endalokum kalda stríðsins, og ný tengsl Rússlands, Bandaríkjanna, Norðurlanda og Kanada eru forvitnileg dæmi um árangursríka nýsköpun í samstarfi, þar sem margháttuð þátttaka ólíkra aðila, bæði ríkja og samtaka frumbyggja hefur ráðið för.