Veftré Print page English

Menntabylting á grundvelli netvæðingar


Forseti sækir málstofu á Alþjóða efnahagsþinginu í Davos um menntabyltingu í krafti upplýsingatækni og netvæðingar. Málstofan bar heitið RevolutiOnline.edu - Online Education Changing the World og var haldin á vegum Victor Pinchuk stofnunarinnar. Umræðum stjórnaði Thomas L. Friedman, blaðamaður við New York Times og höfundur þekktra bóka um breytta heimsmynd. Auk hans tóku þátt í þeim meðal annarra Bill Gates, stofnandi Microsoft, Larry Summers, fyrrum rektor Harvard háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og aðrir forystumenn í upplýsingatækni og menntamálum. Lýst var gríðarlegum árangri sem náðst hefur á undanförnum árum með því að veita milljónum ungmenna um allan heim aðgang í gegnum netið að námskeiðum og kennslu hjá ýmsum fremstu háskólum heims og öðrum menntastofnunum. Mikilvægt sé að mynda bandalag öflugra aðila til þess að flýta þessari byltingu í menntun ungs fólks, bæði á Vesturlöndum og í þróunarlöndum.