Veftré Print page English

Suður-Kórea og Norðurslóðir


Forseti á fund á Alþjóða efnahagsþinginu í Davos með sendinefnd frá nýjum forseta Suður-Kóreu sem kynnti áhuga lands síns á málefnum Norðurslóða og þátttöku í víðtækri stefnumótun en ríkið hefur sótt um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Forseti lýsti hvernig rannsóknarstofnanir, háskólar og fyrirtæki í ýmsum löndum Asíu væru í auknum mæli að láta til sín taka í málefnum Norðurslóða og mikilvægt væri að efnislegt framlag hvers og eins væri skýrt.