Heillaóskir til Obama
Forseti áréttaði að tengslin milli ofsaveðra og bráðnunar íss á Norðurslóðum væru nú æ fleirum ljós eins og vísindaleiðangur kínversku Heimskautastofnunarinnar, sigling Snædrekans frá Shanghæ til Íslands, á liðnu sumri hefði borið vitni um.
Sambandið á milli bráðnunar íss og jökla á heimskautasvæðum og í Himalajafjöllum og brýnnar umbreytingar á orkukerfum veraldar yrði að vera kjarninn í nýrri stefnu allra þjóða. Því markaði ræða Obama við embættistökuna afgerandi þáttaskil.
Þá væru og bundnar miklar vonir við formennsku Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu á næstu árum.
Forseti vék einnig í bréfinu að möguleikum Bandaríkjanna á sviði jarðhitanýtingar og lýsti vilja íslenska tækni- og vísindasamfélagsins til að efna til náinnar samvinnu á því sviði.