Veftré Print page English

Þurrkun matvæla


Forseti stýrir fundi sem haldinn er í höfuðstöðvum Alþjóðastofnunar um hreina orku (IRENA) um þurrkun matvæla á grundvelli reynslu Íslendinga við að þurrka þorskhausa, beinagarða og aðra hluta sjávarfangs sem áður voru ekki nýttir til manneldis. Fundinn sátu fulltrúar frá IRENA, Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), Matvæla- og landbúnaðarstofnuninni (FAO) og frá Masdar stofnuninni í Abu Dhabi sem sérhæfir sig í nýtingu hreinnar orku. Rætt var um hvernig hin íslenska aðferð gæti einnig nýst við þurrkun á kjöti, ávöxtum og grænmeti og með þeim hætti styrkt þróun, atvinnulíf og fæðuöryggi í hinum fátækari löndum heims.