Veftré Print page English

Orka og öryggi


Forseti flytur ávarp á kynningarfundi sem haldinn var á heimsþingi um hreina orku og vatnsbúskap. Á fundinum var ýtt úr vör ráðgjafahópi um orku og öryggi, Task Force on Energy and Security, sem starfa mun á vegum Alþjóðlegu friðarstofnunarinnar, International Peace Institute. Auk forseta töluðu á fundinum Terje Röd-Larsen forseti Alþjóðlegu friðarstofnunarinnar og fyrrum fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Mið-Austurlöndum, Kandeh K. Yumkella framkvæmdastjóri UNIDO sem senn verður sérstakur sendimaður framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í orkumálum, Maria van der Hoeven framkvæmdastjóri Alþjóðlegu orkustofnunarinn, IEA, og Dr. Sultan Al Jaber stjórnandi heimsþingsins um hreina orku og vatnsbúskap. Forseta hefur verið boðið að taka þátt í ráðgjafahópnum.