Veftré Print page English

Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna


Forseti á fund með Christina Figueres framkvæmdastjóra Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNFCCCI, um samspil bráðnunar íss, ofsaveðra og loftslagsbreytinga, mikilvægi þess að efla rannsóknir og vitund um samhengið á milli bráðnunar íss og jökla á Norðurslóðum og hamfara í veðrakerfum veraldarinnar eins og nýlegir atburðir í Bandaríkjunum og Kína eru til vitnis um. Fundurinn fór fram á Heimsþinginu um hreina orku og vatnsbúskap sem haldið er í Abu Dhabi. Forseti lýsti m.a. á fundinum hugmyndum um nýjan samráðsvettvang um þróun Norðurslóða.