Íþróttamaður ársins
Forseti flytur ávarp á hátíð ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í tilefni af kjöri íþróttamanns ársins. Í ávarpinu áréttaði forseti mikilvægi íþrótta í íslensku þjóðlífi; boðskapurinn um að samstaða og uppbygging skili árangri skipti ekki aðeins miklu máli á vettvangi íþróttanna heldur ætti líka erindi til þjóðarinnar allrar. Forseti minntist einnig á að nú væri að ljúka aldarafmælisári ÍSÍ og fjölmörg rit um sögu íþróttanna vörpuðu ljósi á hinar miklu breytingar sem orðið hefðu á undanförnum áratugum. Það var Aron Pálmarsson sem kjörinn var íþróttamaður ársins að þessu sinni. Útsending RÚV.