Veftré Print page English

Verðlaun Forvarnardagsins


Forseti afhendir verðlaun Forvarnardagsins við hátíðlega athöfn á Bessastöðum en þau eru veitt nemendum fyrir þátttöku í ratleik dagsins. Verðlaunahafar voru nemendur frá Akranesi, Neskaupstað og Reykjavík. Aðstandendur Forvarnardagsins, sem haldinn var 31. október, eru auk forseta Íslands Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, UMFÍ, Skátahreyfingin, sveitarfélög, grunnskólar og framhaldsskólar. Fyrirtækið Actavis hefur stutt Forvarnardaginn frá upphafi.