Veftré Print page English

Skjaldarglíma Ármanns


Forseti er viðstaddur 100. Skjaldarglímu Ármanns og flytur ávarp í upphafi hennar, áréttaði sess glímunnar í sögu og menningu Íslendinga, hlut handhafa Ármannsskjaldarins í eflingu glímunnar á undanförnum áratugum og óskaði þátttakendum glímunnar að þessu sinni til hamingju með hina sögulegu keppni. Sigurvegari Skjaldarglímunnar var Pétur Eyþórsson og að henni lokinni var sérstakur gullpeningur, sem sleginn hafði verið af þessu tilefni, afhentur þátttakendum, fyrrum handhöfum Ármannsskjaldarins, sem viðstaddir voru glímuna, sem og stjórnendum mótsins og forseta ÍSÍ. Forseta Íslands var einnig afhentur sérstakur skjöldur í tilefni þessara tímamóta.