Sendiherra Kína
Forseti á fund með nýjum sendiherra Kína, Ma Jisheng, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um vaxandi samskipti landanna, árangur funda með forseta og forsætisráðherra Kína á undanförnum árum, samstarf á sviði orkunýtingar, umhverfisrannsókna, m.a. á ís og jöklum Norðurslóða og Himalajafjalla, hátækni og upplýsingatækni og ferðaþjónustu. Þá var einnig fjallað um nauðsyn þess að ljúka samningum um fríverslun milli Íslands og Kína og efla tengsl í listum og menningu. Að loknum fundinum var móttaka fyrir fulltrúa fjölmargra aðila, stofnana, fyrirtækja og samtaka sem eiga samskipti við Kína.