Jólahátíð fatlaðra
Forseti sækir Jólahátíð fatlaðra sem haldin er að frumkvæði André Bachman. Fjöldi tónlistarmanna kom fram og um þúsund gestir sóttu hátíðina, fatlaðir og fjölskyldur þeirra, og einnig aðstoðarfólk. Hátíðin er nú haldin í þrítugasta sinn og í ávarpi þakkaði forseti frumkvöðli hennar og öllum þeim sem að henni hafa staðið; hátíðin bæri í sér skilaboð um samstöðu og samhjálp, kærleika og vináttu; lærdóma sem allri þjóðinni væru mikilvægir.