Hafnir á Norðurslóðum
Forseti á fund með fulltrúum Bremenhafna, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps og verkfræðistofunnar Eflu um athuganir á þróun hafna á norðausturhluta Íslands með tilliti til aukinna siglinga um Norðurslóðir. Þær myndu stytta leiðina milli Asíu og Evrópu og milli Asíu og Bandaríkjanna verulega. Slíkar siglingar í kjölfar bráðnunar íss á Norðurslóðum gætu breytt grundvelli heimsviðskipta og flutninga á svipaðan hátt og Suezskurðurinn gerði á sínum tíma. Lega Íslands gæti á margan hátt verið hagkvæm fyrir hafnir sem myndu þjónusta vaxandi vöruflutninga um þessar leiðir.