Veftré Print page English

Drekasvæðið. Norðurslóðir


Forseti flytur ræðu um þróun mála á Norðurslóðum á hádegisverðarfundi sem Íslenskt kolvetni og Faroe kolvetni efndu til í London í tilefni af því að nýlega voru veitt leyfi til rannsókna á Drekasvæðinu. Í ræðunni fjallaði forseti um samvinnu á Norðurslóðum, samninga sem gerðir hafa verið á vegum Norðurskautsráðsins, meðal m.a. til að verjast mengun, áhuga ríkja í öðrum heimshlutum á nýtingu auðlinda á Norðurslóðum og hvaða áhrif nýjar siglingaleiðir gætu haft á heimsviðskipti. Þá áréttaði forseti árangur Íslendinga við nytingu hreinnar orku, vatnsafls og jarðhita. Mikilvægt væri að farið yrði varlega við nýtingu auðlinda á Norðurslóðum og áríðandi að víðtæk samvinna og umhverfisvernd væru leiðarljós á næstu árum. Að lokinni ræðu forseta kynnti yfirmaður rannsókna Faroe kolvetni jarðfræði Drekasvæðisins og áform um frekari rannsóknir.