Hamfaraveður. Upplýsingatækni. Nýsköpun
Forseti á fund með Andrew Zolli, stofnanda og stjórnanda PopTech! og höfundar bókarinnar Resilience sem fjallar um viðbrögð samfélaga við áföllum og hamförum. Rætt var um reynsluna af hamfaraveðrum víða um heim á undanförnum misserum og björgunar- og hjálparkerfið sem þróað hefur verið á Íslandi en stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa falið Zolli að gera tillögur um endurskipulagningu hjálparstarfs í kjölfar hamfaraveðra. Þá var einnig fjallað um lærdómana af PopTech! ráðstefnunni sem haldin var á Íslandi fyrr á þessu ári og möguleika Íslands til að vera vettvangur fyrir samræður og stefnumótun á sviði upplýsingatækni og nýsköpunar.