Sendinefnd frá Alaska
Forseti ræðir við fjölmenna sendinefnd frá Alaska sem heimsótt hefur Ísland undanfarna daga til að kynna sér nýtingu hreinnar orku, fiskveiðar, stjórnsýslu og félagslega stefnumótun. Í sendinefndinni eru þingmenn af Alaskaþingi, athafnamenn, sérfræðingar og fræðimenn. Heimsóknin er skipulögð af Norðurstofnuninni í Alaska. Auk þeirra tók sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi þátt í samræðunum.