Veftré Print page English

Sendinefnd frá Alaska


Forseti ræðir við fjölmenna sendinefnd frá Alaska sem heimsótt hefur Ísland undanfarna daga til að kynna sér nýtingu hreinnar orku, fiskveiðar, stjórnsýslu og félagslega stefnumótun. Í sendinefndinni eru þingmenn af Alaskaþingi, athafnamenn, sérfræðingar og fræðimenn. Heimsóknin er skipulögð af Norðurstofnuninni í Alaska. Auk þeirra tók sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi þátt í samræðunum.