Fjölmenningarsamfélag
Forseti á fund með fulltrúum Rauða krossinns á Akranesi og fulltrúum nokkurra samfélaga innflytjenda um vaxandi þátt fjölmenningar í íslensku samfélagi, vandamál sem innflytjendur glíma við og hvernig hægt er að greiða götu þeirra. Sérstaklega var rætt um mikilvægi þess að innflytjendur ættu greiðan aðgang að kennslu í íslensku og nytu til þess aðstoðar jafnframt því sem reynt væri að tryggja að þeim væri ekki mismunað við leit að atvinnu.