Veftré Print page English

CNN. Richard Quest


Forseti ræðir við Richard Quest, fréttamann alþjóðlegu sjónvarpsstöðvarinnar CNN en hann sérhæfir sig í umfjöllun um efnahagslíf, viðskipti og ferðaþjónustu. Áformað er að gera nokkra þætti um íslensk málefni og ræddu forseti og Richard Quest m.a. um endurreisn íslesnsks efnahagslífs, framtíð þjóðarinnar og auðlindir og samspil lýðræðis og markaðar. Þá heimsóttu þeir einnig virkjanasvæðið í Svartsengi og Bláa lónið, skoðuðu gróðurhús ORFs og hlýddu á Mótettukórinn syngja í Hallgrimskirkju. Þættirnir verða sendir út á CNN í síðari hluta desember en Richard Quest hefur dvalið þrjá daga á Íslandi við þáttagerðina.