Veftré Print page English

UNDP. Fæðuöryggi og þurrkun matvæla


Forseti á fund með Helen Ólafsdóttur, starfsmanni Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP), um hvernig reynsla Íslendinga af þurrkun sjávarfangs geti nýst í þróunarlöndum til að styrkja fæðuöryggi. Forseti lagði fram greinargerð sem tekin hefur verið saman um aðferðir Íslendinga og íslenskra fyrirtækja og þróun þeirra sem og samskipti við neytendur í Afríku. Verkefnið var einnig fyrir skömmu rætt við forstjóra IRENA, Adnan Amin, en þeirri stofnun er ætlað að efla nýtingu hreinnar orku í þágu efnahagslegra framfara, einkum í þróunarlöndum.