Stóra-Giljá í Húnaþingi
Forseti heimsækir sauðfjárbændur á Stóru-Giljá í Húnaþingi en þeir misstu á annað hundrað fjár í kjölfar óveðursins í september. Rætt var um vanda bænda í Húnaþingi, lærdóma sem draga má af viðbrögðum við veðurofsanum og fannferginu ásamt nauðsyn þess að gera ítarlegar áætlanir um samstillingu hinna ýmsu aðila sem þurfa að koma að slíkum björgunar- og hjálparverkefnum í framtíðinni. Myndir.