Veftré Print page English

Sauðfjárbændur. Björgunaraðgerðir


Forseti á fund í aðgerðamiðstöð sýsluskrifstofunnar á Húsavík með sýslumanninum Svavari Pálssyni og fulltrúum Landsbjargar, Rauða krossins og Samstarfshóps um áfallahjálp og fulltrúum fleiri aðila sem tóku saman höndum til að aðstoða bændur við að bjarga fé í kjölfar ofsaveðursins í byrjun september. Meðal annars var rætt að mikilvægt var að aðstoða fjölskyldur og íbúa til sveita vegna þess álags sem hamförunum fylgdi. Á fundinum voru einnig Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, og Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri sömu samtaka. Meginlærdómur aðgerðanna var að hin öflugu tengsl við marga þætti samfélagsins væri lykillinn að því að lögregla og aðrar opinberar stofnuanir gætu náð árangri í glímunni við afleiðingar slíkra hamfara. Myndir. Sjá einnig frétt á vefmiðlinum 641.is.