Veftré Print page English

Fórnarlömb umferðarslysa


Forseti tekur þátt í athöfn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í tilefni af alþjóðlegum minningardegi fórnarlamba umferðarslysa. Forseti flytur ávarp og að því loknu er einnar mínútu þögn klukkan 11:15. Fjölmargir aðilar standa að minningardeginum og eru landsmenn hvattir til þátttöku. Það sem af er þessu ári hafa sjö manns látist í umferð á Íslandi og á síðastliðnum tíu árum hafa 188 látist í umferðarslysum og um 1700 hlotið mikil meiðsli.