Sendiherra Malasíu
Forseti á fund með nýjum sendiherra Malasíu, hr. Dato' Badruddin Bin Ab. Rahman, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um fjármálakreppuna í Asíu á síðasta áratug 20. aldar þegar Malasía fylgdi annarri stefnu en þá var ríkjandi hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðum og öðrum alþjóðlegum fjármálastofnunum. Árangur Malasíu og Íslands í glímunni við fjármálakreppu sýndi að frávik frá þeim leiðum, sem voru ríkjandi í alþjóðlegri stefnumótun fyrri ára, hafa reynst farsæl. Þá var einnig rætt um samstarf á sviði orkumála og fiskveiða og áhuga ríkja í Asíu á framtíð Norðurslóða.