Norðurskautsráðið
Forseti á fund með Hjálmari W. Hannessyni sendiherra, sem er fulltrúi Íslands í Norðurskautsráðinu, um margvísleg málefni sem þar eru til meðferðar, mikilvægi Norðurslóða í utanríkisstefnu Íslendinga á nýrri öld, samstarf við Norðurlönd, Rússland, Bandaríkin og Kanada á þeim vettvangi sem og áhuga ríkja í fjarlægum heimsálfum á þróun nýrra siglingaleiða og nýtingu auðlinda á Norðurslóðum.