Veftré Print page English

Stjórnsýsla. Stjórnmálafræði


Forseti á fund með Ómari H. Kristmundssyni, deildarforseta stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands sem einnig er stjórnarformaður  Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við skólann. Rætt var um hvernig reynsla Íslendinga á sviði margvíslegrar stjórnsýslu gæti nýst smáum og meðalstórum ríkjum, einkum í þróunarlöndum, en forseti reifaði slíkar hugmyndir nýlega í ávarpi á ráðstefnu sem bar heitið "Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Betri lausnir fyrir fólk og samfélag". Innan Háskóla Íslands er samstarfsvettvangur um málefni smárra ríkja og á þessu sviði gæti einnig skapast samstarf við alþjóðastofnanir og samtök sem vinna að þróunarmálum. Einnig var rætt um stöðu stjórnmálafræðinnar á Íslandi, þátttöku stjórnmálafræðinga í almennum umræðum og mikilvægi fræðilegs sjálfstæðis.