Sendiherra Kína
Forseti á fund með sendiherra Kína á Íslandi sem senn lætur af störfum. Rætt var um árangur af vaxandi samstarfi þjóðanna, einkum á sviði loftslagsrannsókna, vísinda og nýtingar hreinnar orku. Heimsókn forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, fyrr á þessu ári hefði styrkt tengsl þjóðanna og lagt grundvöll að nýjum verkefnum, m.a. varðandi framtíð Norðurslóða. Sendiherrann lýsti ánægju með árangur Íslendinga í glímunni við fjármálakreppuna og samningur Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisskipti hefði verið vísbending um aukið mikilvægi viðskipta og tækni í samskiptum landanna.