Veftré Print page English

Hátíðarkvöldverður skáta


Forseti situr hátíðarkvöldverð Skátahreyfingarinnar á Íslandi í tilefni af aldarafmæli skátastarfs í landinu og flytur ávarp. Þakkaði hann Skátahreyfingunni fyrir framlag hennar til þjóðlífs og æskulýðsmála, uppeldis og mannræktar. Skátahreyfingin hefði í áratugi sett sterkan svip á hátíðarhöld þjóðarinnar, 17. júní og sumardaginn fyrsta, og væri þannig samofin sjálfsmynd þjóðarinnar og mannlífi í byggðarlögum. Skátahreyfingin væri einnig burðarás í þeim félagsauði sem nýst hefði Íslendingum vel og á síðari árum í æ ríkara mæli öflugur fulltrúi landsins í alþjóðlegu æskulýðs- og friðarstarfi. Forseti flutti Skátahreyfingunni þakkir Íslendinga fyrir framlag hennar.