Veftré Print page English

Forvarnardagurinn. Skólar á Suðurnesjum


Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja í dag, miðvikudaginn 31. október 2012, skóla á Suðurnesjum í tengslum við Forvarnardaginn. Klukkan 9:00 verða þau í Grunnskólanum í Sandgerði, klukkan 10:00 í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og kl. 11:00 í Myllubakkaskóla.

Forvarnardagurinn er nú haldinn í sjöunda sinn og taka um 135 grunnskólar og allir framhaldsskólar á landinu þátt í honum. Tilgangur hans er að efla viðnám unglinga gegn áfengi og fíkniefnum. Þeir sem standa að deginum eru auk forseta Íslands Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Skátahreyfingin, Reykjavíkurborg, Samband sveitarfélaga, Félag framhaldsskóla og Rannsóknir og greining en Actavis er bakhjarl verkefnisins.

Nánari upplýsingar um daginn má fá á vefnum forvarnardagur.is, á Fésbók (facebook.com/forvarnardagur) og í fréttatilkynningu sem skrifstofa forseta Íslands sendi frá sér á sunnudaginn og birt er á vef embættisins (forseti.is/media/PDF/2012_10_28_forvarnardagur.pdf).

31. október 2012