Veftré Print page English

Vindorka á Íslandi


Forseti skoðar undirstöður að tveimur vindmyllum sem Landsvirkjun er að reisa í nágrenni Sultartanga. Um er að ræða tilraunaverkefni sem ætlað er að kanna aðstæður og skilyrði fyrir framleiðslu rafmagns með vindorku á Íslandi. Verkefnastjórinn, Margrét Arnardóttir vélaverkfræðingur, útskýrði verkefnið en áformað er að vindmyllurnar verði komnar í notkun í byrjun næsta árs. Vindmyllurnar eru smíðaðar af þýska fyrirtækinu Enercon og mun hver þeirra framleiða tæplega 1 MW. Mynd.