Veftré Print page English

Alþjóðasamstarf um vatnsorku


Forseti ræðir við Richard Taylor, framkvæmdastjóra Alþjóða vatnsorkusambandsins, International Hydropower Association, um nýtingu hreinnar vatnsorku víða um heim, horfurnar í nýtingu sólarorku og vindorku og vaxandi áhuga margra ríkja á vatnsafli. Einnig var fjallað um reynslu Íslendinga og nauðsyn þess að efla kynningu á eðli og nýtingu hreinnar orku, m.a. fyrir ferðamenn og námsfólk víða að úr veröldinni. Slíkt gæti verið mikilvægt framlag Íslands til umræðunnar á heimsvísu. Í samræðunum tóku einnig þátt stjórnendur Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Verkís en Taylor flutti ræðu á ráðstefnu sem haldin var í tilefni af 80 ára afmæli Verkís.