Veftré Print page English

Sendiherra Kanada


Forseti á fund með nýjum sendiherra Kanada á Íslandi, Stewart Wheeler, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um vaxandi samvinnu landanna og aukið mikilvægi Norðurslóða en Kanada tekur næst við formennsku í Norðurskautsráðinu. Margvísleg verkefni verða æ brýnni á þessum vettvangi. Ísland og Kanada, næstu nágrannar Grænlands, eiga einnig í vaxandi samskiptum við stjórnvöld og íbúa Grænlands. Sá háskóli í Kanada, sem Íslendingar hafa einna helst haft samskipti við, Manitobaháskóli, er jafnframt sú fræðastofnun í Kanada sem þróað hefur ítarlegust samskipti við nýjar fræðastofnanir í Nuuk á Grænlandi og háskólann þar. Þá kallar áhugi fjarlægra ríkja á Norðurslóðum á nánari samvinnu. Loks var fjallað um tengslin við Vestur-Íslendinga, Snorraverkefnin og mikilvægi þessarar sameiginlegu sögu fyrir samskipti á nýrri öld.

 

kan_sendi