Veftré Print page English

Samvinna Íslands og Rússlands


Forseti á fund með varautanríkisráðherra Rússlands,  Vladimir G. Titov, sem heimsækir Ísland en forseti átti fund með honum í Moskvu í síðustu viku. Rætt var um víðtækt samstarf á Norðurslóðum í framhaldi af samræðum í Moskvu og tillögur um margvísleg verkefni rannsóknarstofnana og vísindasamfélags en ýmsar vísindastofnanir í Rússlandi hafa lýst miklum áhuga á samvinnu við íslenskt fræðasamfélag. Þá var einnig fjallað um undirbúning að opnun nýrra siglingaleiða og skipulag og ráðstafanir sem brýnt væri að taka til skoðunar í því sambandi. Á fundinum var einnig fjallað um jarðhitanýtingu í norðlægum héruðum Rússlands, samvinnu við íslensk verkfræðifyrirtæki, orkufyrirtæki og tæknifólk. Til greina kemur að skipuleggja heimsóknir forystumanna frá ýmsum norðlægum héruðum í Rússlandi til að kynna sér jarðhitanýtingu á Íslandi og efna til vísindaráðstefnu í samvinnu við Moskvuháskóla. Mynd.